Kaldi bar

var settur á laggirnar í Desember 2012 og naut strax gífurlega vinsælda á meðal bjórþystra Íslendinga, árið 2014 tóku nýir eigendur við staðnum og hafa reynt að bæta við úrvalið á staðnum og viðhalda sjarmanum sem yfir honum hefur legið. Staðurinn hefur sín tengls við Kalda bjórinn auðvitað með nafninu á staðnum og að Kaldi bjór er eitt aðalsmerki staðarins þegar kemur að bjórvali. Hugmyndafræðin á bakvið staðin er frábært bjórúrval auk þess að reyna að bjóða fram á það besta sem er í boði á sterku víni, gott úrval af léttvíni í flöskum eða glas af sérvöldu víni húsins.