Bjórinn-KaldI

Kaldi bjór er afkvæmi Bruggsmiðjunar sem var formlega stofnuð í desember 2005. Hugmyndin vaknaði útfrá því að hjónin Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson sáu fréttaskot um sívaxandi markað örbrugghúsa í Danmörku og héldur í þetta ævintýri út frá því. Þau fengu til sín Téknneska bruggmeistarann David Masa til liðs við sig og þróuðu Kalda bjórinn samkvæmt aldargamalli Tékkneskri hefð. Kalda vörumerkið er sívaxandi og hefur framleiðslan aukist ár frá ári og bjóða þeir uppá 6 mismunandi tegundir staðfast auka þess að árstíðarbundin bjór kemur frá þeim 5 sinnum á ári. Í dag eru þeir stærsta örbrugghúsið á Íslandi í dag og framleiða um 600.000 lítra á ári og til viðbótar við bjórana sem voru nefndir hér áður hafa þeir verið að prufa sig áfram með fleiri tegundir sem við bíðum spennt eftir að fá til okkar.


Bjórinn-Borg

Ölgerð Egils Skallagrímssonar ákvað árið 2010 að stofna örbrugghúsið Borg til þess að gefa bruggmeisturum sínum frelsi til þess að sköpunargáfa þeirra myndi ná að nýtast til hins fylsta og að stuðla að bættri bjórmenningu á Íslandi. Fyrsti bjórinn frá þeim var Bríó og naut hann gífurlega vinsælda auk þess að vinna til margra verðlauna. Síðan þá hafa bruggmeistarar Borg komið út með fleri tugi tegunda og unnið til fjölmargra verðlauna.